Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Apple snjalltækjanámskeið fyrir byrjendur hjá Keili
Miðvikudagur 17. apríl 2013 kl. 10:25

Apple snjalltækjanámskeið fyrir byrjendur hjá Keili

Vegna mikillar eftirspurnar verður Keilir með tveggja kvölda byrjendanámskeið í notkun Apple snjalltækja. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 30. apríl og fimmtudaginn 2. maí frá 17:00  - 19:00 í húsnæði Keilis á Ásbrú. Gert er ráð fyrir að fólk skaffi sín eigin tæki til að vinna með á námskeiðinu. Kennslan er miðuð við útgáfur iOS 5/6 og því er mikilvægt að tryggja að þær útgáfur séu uppsettar í tækinu. 
 
Áhersla er lögð á byrjendakennslu á iPad, iPad Mini og iPhone. Margir eiga eða hafa aðgang að þessum fjölþættu tækjum en hafa ekki kunnáttu til að beita þeim. Notkun iPad er alltaf að aukast í grunnskólum og því upplagt fyrir foreldra að kynna sér þessa nýju tækni. Leitast verður við að koma til móts við fólk á öllum aldri, en sérstaklega þá sem lítið kunna og þora. Farið verður í grunninn á mannamáli og fólk kynnt fyrir þeim þægindum og möguleikum sem þessi snjalltæki bjóða uppá. Sérstaklega verður farið í einföld atriði eins og flýtileiðir, helstu forrit, möppur, myndavél og myndir, myndbönd, stillingar og uppsetningu íslensks lyklaborðs. Einnig mikilvæg atriði eins og stofnun Apple reiknings og kennsla á App búðina. Leiðbeinandi er Hilmar Þór Birgisson, kennari í tæknifræðinámi Keilis. 
 
Nánari upplýsingar á www.keilir.net
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024