Appelsínugulir unnu Starfshlaupið í ár
Starfshlaup Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram í dag í 23. sinn en appelsínugula liðið vann Starfshlaupið í ár með naumum sigri en aðeins eitt stig munaði á efsta og öðru sæti. Appelsínugulir fengu 179 stig á meðan það græna, sem varð í öðru sæti fékk 178 stig. Gula liðið varð síðan í þriðja sæti og það bláa í fjórða. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, íþróttkennari í FS sagði að það hefði verið gríðarleg spenna í lok Starfshlaupsins þar sem að úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu stundu.
Keppnin er sett þannig upp að hún er liðakeppni og í hverju liði eru nokkrir tugir keppenda sem keppa í ýmsum þrautum og safna stigum. Í ár var meðal annars keppt í pílu, Boccia, jafnvægisfimi, líkamsmálningu, sundi, hjólreiðum, hárgreiðslu, kökuskreytingum og svo mætti lengi telja.
Mynd: Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Mynd: Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Rannveig Jónína, blaðamaður Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir í myndasafni á Starfshlaupinu í dag.