Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Anna Guðjónsdóttir sýnir í Suðsuðvestur
Mánudagur 6. mars 2006 kl. 10:55

Anna Guðjónsdóttir sýnir í Suðsuðvestur

Listakonan Anna Guðjónsdóttir opnaði á laugardag sýningu á verkum sínum í sýningarsal Suðsuðvestur í Reykjanesbæ.

Á sýningunni má sjá lítil málverk sem standa í nokkurs konar sýningarskápum þar sem hún hugleiðir uppruna, fortíð fjarlæga menningarheima og skapandi mátt þess. Hún hefur í verkum sínum fengist við menningarlitaðar ímyndir og fyrirframgefnar hugmyndir um náttúru, landslag og ákveðna staði.

Anna er fædd og uppalin í Reykjavík og nam myndlist m.a. í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og í Listaháskóla Hamborgar, en hefur haldið fjöldan allan af sýningum frá arínu 1992. Þá hefur hún hlotið mergvísleg verðlaun fyrir verk sín bæði heima og erlendis.

Sýningarsalurinn í Suðsuðvestur er opinn fimmtudaga og föstudaga frá kl.16. - 18. og laugardaga og sunnudaga frá kl.14.- 17.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024