Andrea Gylfa og Þórir Baldurs á Erlingskvöldi í kvöld
Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur mun fjalla um konur í sögunni og réttindabaráttu íslenskra kvenna og Andrea Gylfadóttir flytur söngtexta eftir konur við undirleik Þóris Baldurssonar á árlegu Erlingskvöldi Bókasafns Reykjanesbæjar, sem haldið verður í Bíósal Duus safnahúsa í kvöld kl. 20:00. Dagskráin er unnin í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Menningarkvöldið er helgað konum og sögu kvenna þar sem öld er liðin frá því að íslenskar konur gátu kosið til Alþingis. Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja og Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015. Í hléi gefst gestum kostur á að skoða sýninguna 15/15 - Konur og myndlist, Gestastofu Reykjanes jarðvangs og úrval verka Erlings Jónssonar sem menningarkvöldið er kennt við.
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.