Ánægjuleg samvera með æskunni
„Ömmu og afadagur“ verður haldinn nk. fimmtudag, 29. nóvember, í eftirtöldum leikskólum í Reykjanesbæ; Heiðarseli, Hjallatúni, Holti, Gimli, Vesturbergi og Garðaseli.
Í Heiðarskóla munu örugglega nokkrir bekkir vera með. Það verður fyrst og fremst á yngsta- og miðstigi. Æskan er okkar fjársjóður. Samfélagið allt þarf að setja orku í að byggja brú á milli æsku og elli. Þeir eldri hafa lifað aðra tíma og hafa af miklu að miðla, til okkar sem lifum oft flóknu og spennuþrungnu lífi. Markmiðið með þessum degi er fyrst og fremst að brúa bilið milli kynslóða og gefa þeim eldri kost á að finna sig velkomin á degi sem þessum.
Fræðimenn um allan heim leggja á það ríka áherslu að allir þurfi að leggja sitt af mörkum til skólamála og að á tímum hnattvæðingar sé nærsamfélagið alltaf að verða mikilvægara. Við í Reykjanesbæ erum metnaðarfull í okkar skólastarfi og höfum reist myndarleg mannvirki fyrir börnin okkar. Gaman væri að sem flestir fengju að njóta þeirra og í leiðinni kynnast lífi barnanna nánar. Til að gefa fólki tækifæri á að njóta þessa dags væri ánægjulegt ef atvinnurekendur væru sveigjanlegir og gæfu starfsmönnum sínum kost á að heimsækja börnin. Frá kl.10:00-11:30 og 13:00-14:30 verður opið hús í og verða fulltrúar foreldrafélaga skólanna á staðnum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja sendir kveðju og góður vilji er á að taka þátt í framtíðinni. Ef vel lukkast er hér kominn dagur sem getur orðið leið til hátíðar í samfélaginu og til að heiðra þá eldri og vitrari.
Kærar kveðjur,
foreldrar og starfsfólk skólanna og Reykjanesbær á réttu róli
Í Heiðarskóla munu örugglega nokkrir bekkir vera með. Það verður fyrst og fremst á yngsta- og miðstigi. Æskan er okkar fjársjóður. Samfélagið allt þarf að setja orku í að byggja brú á milli æsku og elli. Þeir eldri hafa lifað aðra tíma og hafa af miklu að miðla, til okkar sem lifum oft flóknu og spennuþrungnu lífi. Markmiðið með þessum degi er fyrst og fremst að brúa bilið milli kynslóða og gefa þeim eldri kost á að finna sig velkomin á degi sem þessum.
Fræðimenn um allan heim leggja á það ríka áherslu að allir þurfi að leggja sitt af mörkum til skólamála og að á tímum hnattvæðingar sé nærsamfélagið alltaf að verða mikilvægara. Við í Reykjanesbæ erum metnaðarfull í okkar skólastarfi og höfum reist myndarleg mannvirki fyrir börnin okkar. Gaman væri að sem flestir fengju að njóta þeirra og í leiðinni kynnast lífi barnanna nánar. Til að gefa fólki tækifæri á að njóta þessa dags væri ánægjulegt ef atvinnurekendur væru sveigjanlegir og gæfu starfsmönnum sínum kost á að heimsækja börnin. Frá kl.10:00-11:30 og 13:00-14:30 verður opið hús í og verða fulltrúar foreldrafélaga skólanna á staðnum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja sendir kveðju og góður vilji er á að taka þátt í framtíðinni. Ef vel lukkast er hér kominn dagur sem getur orðið leið til hátíðar í samfélaginu og til að heiðra þá eldri og vitrari.
Kærar kveðjur,
foreldrar og starfsfólk skólanna og Reykjanesbær á réttu róli