Amorsvísur í Oddfellow-salnum í kvöld
Þóranna Kristín Jónsdóttir og Edda Austmann halda söngtónleika í Oddfellow-salnum í kvöld með og hefjast þeir kl. 20:00. Söngdagskráin er á ljúfum og léttum nótum undir heitinu Amorsvísur en hún samanstendur af söngleikjalögum í bland við létta klassík þar sem sungið er um ástina í hennar margbreytilegu birtingarmyndum.
„Við stefnum á skapa þægilega og notalega stemmningu án allra formlegheita, þar sem fólk situr við borð en ekki í sætaröðum,“ sagði Þóranna Kristín í samtali við VF.
Hún segir Amorsvísur fjalla um ástina frá ýmsum hliðum og er efniviðurinn sóttur í létta klassíska tónlist, söngleiki og óperettur. Mörg söngleikjalaganna hafa ekki áður verið sett á svið hérlendis en eru úr þekktum uppfærslum á Broadway og West End. Klassísku lögin eru m.a. úr smiðju Gilbert & Sullivan, Dvoäk og Gounod.
„Við stefnum á skapa þægilega og notalega stemmningu án allra formlegheita, þar sem fólk situr við borð en ekki í sætaröðum,“ sagði Þóranna Kristín í samtali við VF.
Hún segir Amorsvísur fjalla um ástina frá ýmsum hliðum og er efniviðurinn sóttur í létta klassíska tónlist, söngleiki og óperettur. Mörg söngleikjalaganna hafa ekki áður verið sett á svið hérlendis en eru úr þekktum uppfærslum á Broadway og West End. Klassísku lögin eru m.a. úr smiðju Gilbert & Sullivan, Dvoäk og Gounod.