Áminning frá útideild vegna Ljósanætur
Útideild Reykjanesbæjar vill koma því á framfæri til foreldra að fylgjast sérstaklega vel með ungmennum sínum og leyfa þeim ekki að vera ein niður í bæ eftir að skipulagðri skemmtun lýkur. Því miður hefur reynslan sýnt að of margir foreldrar hafa leyft unglingunum að vera úti löngu eftir að útivistartími þeirra er liðinn.
Mikill viðbúnaður verður af hálfu lögreglu, félagsþjónustunnar, FFGÍR og Útideildar alla Ljósahátíðina. Unglingar undir áhrifum áfengis eða vímuefna verða fluttir í öryggismiðstöð að Hafnargötu 8 þar sem þeir munu dvelja þar til þeir verða sóttir af foreldrum.
Einnig verða börn og ungmenni sem brjóta útivistarreglur flutt í öryggismiðstöð.
Smelltu hér til að sjá hvatningu til foreldra vegna Ljósahátíðarinnar og hér til að sjá öryggisbækling frá Útideildinni.