Amerísk gatnamót við Hollywood Suðurnesja
Kvikmyndagerðarfólk frá PanArctica var við tökur á amerískri sjónvarpsauglýsingu á Suðurnesjum í gærdag.Unnið var að tökum á auglýsingu fyrir Nissan Altima sem sýnd verður í sjónvarpi í Bandaríkjunum. Íslenskt, bandarískt og þýskt kvikmyndagerðarfólkk vann þarna saman að tökum. Útbúin voru „bandarísk gatnamót“ á mótum Hafnavegar og Stapafellsvegar með tilheyrandi húsum, rafmagnsstaurum og ekta amerískum umferðarmerkingum. Sem kunnugt er voru Hafnir á Suðurnesjum kallaðar Hollywood fyrir nokkrum árum þegar íslenskt kvikmyndagerðarfólk notaði þorpið óspart í kvikmyndum sínum. Tökur á auglýsingunni munu einnig fara fram við Bláfjöll og á Mýrdalssandi.
Það kom fram á tökustað í gær að erlenda kvikmyndagerðarfólikið var heillað af íslenskri náttúru og birtunni sem útlendir kvikmyndatökumenn lofa.
Það kom fram á tökustað í gær að erlenda kvikmyndagerðarfólikið var heillað af íslenskri náttúru og birtunni sem útlendir kvikmyndatökumenn lofa.