Alveg frábært framtak
- segir Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson tónlistarmaður sagði það sérstaka tilfinningu að koma í Hljómahöllina. „Við byrjuðum 15 ára strákar og enduðum eins og aðrir, gamlir menn. Mér finnst þetta alveg frábært framtak hérna. Þetta er svo glæsilegt,“ segir Gunnar í samtali við Víkurfréttir.
– Kallar þetta fram ýmsar kenndir?
„Jú, maður er kominn á þann aldur að allt svona til baka er skemmtilegt. Tónlistarskólinn er líka svo flottur og loksins kominn í gott húsnæði. Við Hljómarnir fórum aldrei í tónlistarskóla, en það er framtíðin,“ sagði Gunnar Þórðarson glaður í bragði.