Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Alþjóðlegur bænadagur kvenna í Útskálakirkju
Þriðjudagur 28. febrúar 2006 kl. 18:49

Alþjóðlegur bænadagur kvenna í Útskálakirkju

Samverustund vegna alþjóðlegs bænadags kvenna verður haldin í Útskálakirkju föstudaginn 3. mars n.k. kl. 20:00 og eru allir velkomnir.

Í fréttatilkynningu segir:
Alþjóðlegur bænadagur kvenna var fyrst haldinn í Ameríku, en um allan heim eru konur sem hafa þörf fyrir að biðja saman og því er þessi dagur orðinn að alheimssamfélagi. Ár hvert eru konur frá hinum ýmsu löndum beðnar að velja yfirskrift og undirbúa guðsþjónustur. Í ár eru það kristnar konur í Suður- Afríku sem bjóða trúsystkin sín um allan heim velkomin til þessarar samveru og er yfirskriftin að þessu sinni TÁKN TÍMANNA.

Við gerum okkur stöðugt betur grein fyrir því að kristnir menn um allan heim mynda eina heild. Sú vissa hefur fyrir tilstilli Guðs gert þennan dag að tengilið milli kvenna og gert þeim ljóst að þær til heyra allar fjölskyldu Guðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024