ALRDREI FLEIRI Í JÓLAHLAÐBORÐ
				
				Aldrei fyrr hefur verið jafn mikið bókað í jólahlaðborð veitingastaða á Suðurnesjum og nú. Veitingahúsið Stapinn í Njarðvík er þriðja árið í röð með veglega skemmtidagskrá og dansleik samhliða jólahlaðborði og er nær uppselt á átta jólakvöld sem boðið er upp á. Meðal skemmtiatriða má nefna Hellisbúan sem hefur verið vinsælasta leikverk ársins í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá öðrum veitingastöðum er einnig mjög vel bókað þar í jólahlaðborð. Þá er einnig hefð fyrir því að félaga-, fyrirtækja- og stofnanahópar láti senda sér jólamat í desember. Það  má því gera ráð fyrir því að nokkur þúsund Suðurnesjamenn komist í jólastemmningu á jólahlaðborðum á veitingastöðum og annars staðar fyrir þessi jól.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				