Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Allur enski boltinn í beinni á Players
Hér er gott að setjast niður og horfa á fótbolta og fá sér pizzu og öl.
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 09:34

Allur enski boltinn í beinni á Players

Players hefur opnað nýjan sportbar við Hafnargötu í Keflavík. Gylfi Gylfason er aðaleigandi staðarins og rekstrarstjóri. Í samtali við Víkurfréttir segir hann að aðal áherslan verði lögð á að sýna allan enska boltann í beinni útsendingu og verða leikir Stöðvar 2 sport og Sky á skjám á staðnum.

Players Keflavík opnar alla virka daga kl. 18 og laugardaga verður opnað á hádegi eða fyrr þegar leikir hefjast fyrir hádegi. Á staðnum verður hægt að fá keyptar eldbakaðar pizzur og þá verður bjórinn ódýrari á meðan á leikjum stendur.

Gylfi sagði að markhópur Players í Keflavík væri fólk á aldrinum 25 ára og eldri. Mjög strangt verði tekið á skilríkjum. Fyrst og fremst verður gert út á fótboltann á staðnum og þá verður Players einnig ballstaður og verða hljómsveitir á staðnum tvær fyrstu helgar í mánuðinum. Um komandi helgi verður formlegt opnunarkvöld Players í Keflavík og munu Greifarnir slá upp dansleik á staðnum.

Hægt er að skipta Players upp í tvo sali og verður hægt að leigja annan salinn fyrir vinnustaðahópa sem vilja koma saman eða jafnvel fyrir afmæli. Endurbætur hafa verið unnar á húsnæðinu og sagðist Gylfi horfa með jákvæðum huga til vetrarins. Það verði fullt af enskum bolta og einnig önnur FIFA-mót sem eiga erindi á skjáinn. Þá megi gera ráð fyrir PubQuiz á Players og einnig lifandi tónlist.


Gylfi Gylfason rekur Players í Keflavík. VF-myndir: Hilmar Bragi


Séð inn á Players við Hafnargötu í Keflavík.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024