Alltaf hress
FS-ingur vikunnar
Nafn: Birgitta Rós Jónsdóttir
Aldur: 19 ára
Námsbraut: Fjölgreinabraut
Áhugamál: Líkamsrækt, félagsstörf og að vera með vinum
„Ég vinn í Krambúðinni, fer á Súperformæfingar, baka stundum og hitti vini og kærasta,“ segir Birgitta Rós, aðspurð hvað hún geri utan skólatíma. Hún ákvað að fara í FS vegna þess að vinir hennar fóru í skóla á höfuðborgarsvæðinu og hún sá það sem tækifæri til að kynnast nýju fólki. Birgitta er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
Það eru alveg þrjú ár síðan ég var í grunnskóla en sakna mest Danielu kennara og jólastemmningarinnar.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
Ég ákvað að fara í FS því mig langaði að læra hárgreiðslu og kynnast nýju fóki í mínu umhverfi, flestir vinir mínir voru að fara í bæinn í skóla þannig þetta var frábært tækifæri til að kynnast nýju fólki.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Þú eignast vini sem búa í nærumhverfi þínu og fjölbreytileiki á fólki, frá starfsfólki til nemenda.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mín upplifun er góð, ég byrjaði í hárgreiðslu sem er bara eins og lítill bekkur á fyrsta árinu mínu og eignaðist vinkonur þar. Ég skipti svo um braut og var mikið í matsalnum og eignaðist einn af mínum nánustu vinum þar.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Ég held að það verði Logi Þór, formaður nemendafélagsins. Ég held að hann verði pólitíkus.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Mér finnst Helena Mjöll fyndnasti FS-ingurinn.
Hvað hræðist þú mest?
Ég hræðist mest að missa fólkið mitt, myrkrið og anda/drauga.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
Heitt akkúrat núna eru jólalög að mínu mati og kalt er alltaf sömu LUX djömmin.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Akkúrat núna er það Let’s hear it for the boy úr Footloose og Underneath the tree sem er jólalag.
Hver er þinn helsti kostur?
Úff, erfið spurning. Ég held að minn helsti kostur sé að ég er eiginlega alltaf hress og opin fyrir öllu.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Tiktok.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Mig langar í lögregluna og vonandi læra eitthvað tengt fjölbreyttu starfi, t.d. fjölmiðlafræði.
Hver er þinn stærsti draumur?
Að eiga fjölskyldu og heilbrigt líf.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
Orðið væri skammstafirnir ADHD ... af því ég er mjög virk og er skólabókadæmi af manneskju með lesblindu og ADHD (og já, er með greiningu).