Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Alltaf gaman að gefa afraksturinn
Nemendur Smíðasmiðjunnar með nokkur þeirra leikfanga sem þeir hafa smíðað. Þau verða svo afhent leikskólum á næstunni.
Laugardagur 24. september 2016 kl. 08:30

Alltaf gaman að gefa afraksturinn

- Smíða leikföng og gefa til leikskóla

Smíðasmiðjan er skemmtilegt verkefni við FS þar sem nemendur smíða leikföng og gefa á leikskóla á Suðurnesjum. Ágúst Eiríksson, kennari við málmiðnaðardeild, segir það alltaf skemmtilega stund að afhenda leikföngin en þá mæta allir leikfangasmiðirnir og hitta leikskólabörnin. „Þá er oft bökuð skúffukaka og haldin veisla. Nemendur hafa haft mjög gaman af því að gefa það sem þeir hafa smíðað,“ segir hann. Hóparnir hafa smíðað gröfur, bíla, hlaupahjól og fleira.

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um skort á iðnmenntuðu fólki hér á landi og segir Ágúst fag eins og Smíðasmiðjan hvetja nemendur til iðnnáms. „Þau sem ég kenndi í smíðasmiðjunni í fyrra hafa í ár skilað sér til mín í suðuáfanga. Skólinn hefur upp á margs konar nám að bjóða og þau sækja mörg hver í iðnnám og það er mjög jákvætt.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Aðspurður um kynjahlutföllin í iðnnámi í tré,- málm,- og járnsmíði, segir Ágúst þau enn ójöfn. „Allt of fáar stelpur koma í þessa áfanga hjá okkur og ég væri til í að sjá þær miklu fleiri. Það hafa komið ein og tvær á önn og þær hafa verið mjög fljótar að ná þessu.“

Viðtalið er hluti af umfjöllun um 40 ára afmæli FS í síðustu Víkurfréttum.

 

Leikfangasmíðin er mikil nákvæmnisvinna.