Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Allt í köku hjá Sigurjóni!
Sunnudagur 4. maí 2008 kl. 13:05

Allt í köku hjá Sigurjóni!

Það er óhætt að segja að það hafi allt verið í köku hjá Sigurjóni bakara í Sigurjónsbakaríi þann 1. maí sl. Hér er að sjálfsögðu verið að tala í jákvæðri merkingu orðanna, en Sigurjónsbakarí fagnaði 20 ára afmæli og í tilefni dagsins bakaði Sigurjón Héðinsson og hans fólk rjómatertur og skúffukökur í fermetravís.

Hundruð manna, börn og fullorðnir, lögðu leið sína í afmælisveisluna til Sigurjóns bakara og þáðu rjómatertu og kaffi eða kókómjólk og skúffuköku. Þrátt fyrir nær óendanlegar breiður af tertum og kökum, þá kláraðist allt að lokum í blíðunni sem var á 1. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson