Allt að verða klárt fyrir Skötumessu
Undirbúningur fyrir Skötumessuna sem verður í kvöod miðvikudag 22. júlí kl. 19.00 í Gerðaskóla er langt komin. Að venju er boðið uppá glæsilegt hlaðborð af skötu, saltfiski, plokkfiski og meðlæti og rómuð skemmtidagskrá að venju flutt af fólki sem leggur okkur lið.
Glæsileg skemmtidagskrá samanstendur af hefðbundnum atriðum. Dói og Baldvin sjá um harmonikkuleik; Páll Rúnar Pálsson söngvari frá Heiði í Mýrdal, Davíð Guðmundsson og Óskar Ívarsson syngja. Sigga Klingenberg, Andir Páll og Sölvi, ræðumaður kvöldsins skemmtilegasti maður Suðurnesja Örvar Þór Kristjánsson. Þá afhendum við styrkina sem við öll erum þátttakendur í og, að lokum verða stuttir tónleikar með Sönghóp Ólafs Magnússonar frá Eyjum í Kjós ásamt Ásdísi Rún og Björgu Þórhallsdóttir við undirleik Antoníu Hervesí píanóleikara
Verð aðgöngumiða er 5,000- kr. Það er bara hægt að greiða aðganginn inn á reikning Skötumessunnar fyrir fram eins og okkar fólk er vant en reiknisnúmerið er;
0142-05-70506, kt. 580711-0650.
Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru; Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, Icelandair Cargo, Suðurnesjabær, Laugaás og fl.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í undirbúningnum.