Allt að verða klárt fyrir Heklugos á Ásbrú
	Undirbúningur fyrir Heklugos 2013 er nú á fullu en herlegheitin verða í kvöld í Atlantic Studios og í Eldey á Ásbrú. Í gær voru æfingar hjá tískusýningarfólki og unnið var að því að setja upp stærsta ljósa-show sem sett hefur verið upp á Suðurnesjum í kvikmyndaverinu Atlantic Studios. Þar verður tískusýningin í kvöld og hefst kl. 20.
	
	Frumkvöðlasetrið Eldey opnar hins vegar kl. 19:00. Allt kvöldið verða opnar vinnustofur hönnuða í Eldey auk þess sem sérstök handverkssýning verður á staðnum.
	
	Lifandi tónlist og léttar veitingar. Heiðursgestir eru forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Mousaief.
	
	
	Mikið er lagt í Heklugosið sem verður í kvöld.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				