Allir að mæta í göngu í Reykjaneshöllina
Þeir eru kallaðir húnarnir göngugarparnir sem mæta í Reykjaneshöllina í býtið alla morgna. Höllin opnar kl. 7.30 á morgnana og þangað eru allir velkomnir til að ná sér í göngutúr. Ljósmyndari VF tók myndina af nokkrum „Húnum“ í vikunni þegar þeir settust niður til að fá sér kaffisopa.