Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Alísa Rún tendraði jólaljósin
Jólasveinar skemmtu gestum.
Mánudagur 3. desember 2012 kl. 09:21

Alísa Rún tendraði jólaljósin

Jólaljósin á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi voru tendruð sl. laugardag.

Stutt dagskrá var í tilefni með tónlist og söng frá nemendum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og kór 4. bekkjar í Holtaskóla. Sendiherra Noregs á Íslandi afhenti Reykjanesbæ jólatréð sem Alísa Rún Andrésdóttir nemandi í 6. bekk Akurskóla tendraði svo ljósin á. Jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sló upp léttu jólaballi og jólasveinar sungu og trölluðu með börnunum.

Fleiri myndir í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alísa Rún Andrésdóttir nemandi í 6. bekk Akurskóla tendraði ljósin á jólatrénu.