Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Algjör útilegukelling
Laugardagur 5. ágúst 2017 kl. 09:00

Algjör útilegukelling

Gunnhildur Vilbergsdóttir svarar verslunarmannahelgarspurningum VF

Gunnhildur Vilbergsdóttir
 
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Við verðum fjölskyldan annaðhvort í sveitinni hjá mömmu og pabba eða í útilegu í góðra vina hópi. Ég er allavega ekki týpan til að vera heima hjá mér um verslunarmannahelgina.
 
Með hverjum á að fara?
Húsbandinu og börnunum og svo ræðst restin.
 
Lætur þú veðurspá ráða því hvert á að fara um verslunarmannahelgina?
Já, veðrið finnst mér skipta mjög miklu máli í útilegu svo hægt sé að njóta útiverunnar. Svo er ég líka með sólarsýki á háu stigi.
 
Hvert hefur þú farið um verslunarmannahelgi síðustu ár?
Við höfum gjarnan verið í sveitinni hjá mömmu og pabba eða með góðum vinum á ferðalagi. Engin sérstök hefð fyrir því hvað við gerum um verslunarmannahelgina en ég er allavega aldrei heima.
 
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Í sumar erum við búin að eltast við fótboltamótin hjá strákunum okkar og fara í góða útilegu austur á Kirkjubæjarklaustri með vinum. Svo fór ég í hestaferð með foreldrum mínum auk 20 hestamanna þar sem riðið var um Rangárvelli og inní Landssveit.
 
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Ég er algjör útilegukelling. Finnst langskemmtilegast að vera í ferðavagni með fjölskyldunni og skemmtilegu fólki þar sem notið er náttúrunnar og samveru. En svo finnst mér líka æðislegt að fara til sólarlanda.
 
Hefur þú verið heppin með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Já við höfum verið verulega heppin í öllum okkar ferðalögum í sumar en ef maður ætlar að ferðast á Íslandi þá þarf maður líka bara að hafa jákvætt hugarfar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024