„Álfarnir í Grænadal" á árshátíð Grunnskólans í Sandgerði
Sex ára krakkar í Grunnskólanum í Sandgerði hafa undanfarið verið að æfa brúðuleikrit upp úr sögu Hólmfríðar Snorradóttur, Álfarnir í Grænadal. Krakkarnir voru á einni af lokaæfingunum í morgun og mætti höfundurinn til að fylgjast með.Hólmfríður var ánægð með að sjá krakkana leika og sagði að þetta hefði aldrei verið gert áður, en hún hefði fyrr verið kölluð til að lesa upp á barnaheimilum. Aðspurð um það hvort von væri á fleiri sögum af álfunum sagðist hún ekki vera viss um það. „Það er endalaust hægt að flétta saman, hugmyndin er til hliðar í kollinum á mér og fæðist ef til vill einhvern daginn", svaraði hún.
Elsa Ísfold Arnórsdóttir, kennari krakkana sagði að hún hefði tekið ákvörðun um að vinna upp úr þessari bók í ágúst síðast liðinn og því eru krakkarnir búnir að vinna að verkefninu í allan vetur. „Ég vann handrit upp úr bókinni með krökkunum og tengdi söguna kennslunni hjá mér í stærðfræðinni, náttúrufræðinni og samfélagsfræðinni og tengdi hana líka sögum af svæðinu", sagði Elsa Ísfold.
Það eru 19 börn sem taka þátt í sýningunni og verður brúðuleikritið sýnt á árshátíð Grunnskólans í Samkomuhúsinu í Sandgerði á morgun.
Elsa Ísfold Arnórsdóttir, kennari krakkana sagði að hún hefði tekið ákvörðun um að vinna upp úr þessari bók í ágúst síðast liðinn og því eru krakkarnir búnir að vinna að verkefninu í allan vetur. „Ég vann handrit upp úr bókinni með krökkunum og tengdi söguna kennslunni hjá mér í stærðfræðinni, náttúrufræðinni og samfélagsfræðinni og tengdi hana líka sögum af svæðinu", sagði Elsa Ísfold.
Það eru 19 börn sem taka þátt í sýningunni og verður brúðuleikritið sýnt á árshátíð Grunnskólans í Samkomuhúsinu í Sandgerði á morgun.