Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Alfa námskeið í Garðinum
Mánudagur 10. janúar 2005 kl. 15:04

Alfa námskeið í Garðinum

Miðvikudaginn 19. janúar kl. 20 verður Alfa-námskeið haldið í safnaðarheimilinu Sæborg í Garði og hefst það með sérstöku kynningarkvöldi. Námskeiðinu verður síðan framhaldið á miðvikudagskvöldum og stendur í 10 vikur. Þetta er fjórða árið sem Alfa- námskeið eru haldin hér í prestakallinu og hefur þátttaka verið sérstaklega góð.  Þátttaka á kynningarkvöldinu felur ekki í sér skuldbindingu um að sækja námskeiðið sjálft.

Alfa eru skemmtileg og lifandi námskeið um kristna trú. Námskeiðin  byggjast upp á sameiginlegri máltíð, fyrirlestri, umræðum og stuttri samveru. Þau henta vel fyrir þá sem vilja kynna sér kristindóminn og heilaga ritningu á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og er námskeiðið um undirstöðuatriði kristinnar trúar. Reynt er að hafa námskeiðið í notalegu og afslöppuðu umhverfi.

Alfa námskeið eru nú haldin í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið verðuga athygli og hafa nokkrar milljónir manna sótt námskeiðin frá upphafi.

VF-mynd frá samskonar námskeiði í fyrra/Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024