Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Alexandria Maillot með tónleika á Base Hotel
Fimmtudagur 2. nóvember 2017 kl. 12:35

Alexandria Maillot með tónleika á Base Hotel

Alexandria Maillot heldur live tónleika á Base Hotel laugardagskvöldið 4. nóvember nk. og hefjast tónleikarnir kl. 20:00.

Söngkonan kemur frá Vancouver og syngur „folk“ tónlist en hún kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Richard H. Eckard hjá Base Hotel sá að söngkonan og föruneyti hennar myndu gista á hótelinu og ákvað að leita að þeim á Spotify. „Mér leist mjög vel á þau og ákvað að senda tölvupóst til að kanna það hvort þau gætu komið fram hjá okkur. Þetta verða „intimate“ tónleikar en ég er mikið fyrir tónlist og hef reglulega verið með „live“ flutning hér á barnum okkar hér á Ásbrú. Bönd eins og Trilógía og Klassart hafa komið fram hjá okkur og draumurinn er að fá nýtt og efnilegt tónlistarfólk til að koma til okkar og koma fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Barinn hefur verið að njóta sífellt meiri vinsælda hjá íbúum á svæðinu, bæði hjá þeim sem búa á Ásbrú og í Reykjanesbæ. „Ég sé að barinn er að breytast í lítið kósý svæði hjá fólki en barinn er með  „lounge“ fíling og við spilum þægilega og notalega tónlist.

Hér má lesa nánar um viðburðinn.