Alexandra á HM í Lúdó
Alexandra Ósk Sigurðardóttir sigraði í Reykjanesbæjarmeistaramótinu í Lúdó sem var haldið í 88 Húsinu á þriðjudaginn var.
Mikil stemmning var í húsinu þegar keppnin fór fram og var keppnin æsispennandi allt fram á lokahring. Spilaðar voru 2 lotur en seinni lotan var úrslitarimma á milli 4 bestu spilaranna á mótinu.
Keppendur börðust af hörku, en það er eins með Lúdó eins og aðrar keppnir að það getur aðeins einn unnið og að þessu sinni hrósaði Alexandra sigri. Í öðru sæti varð Halla Karen Guðjónsdóttir og þriðji besti Lúdóspilari Reykjanesbæjar er Arnar Ingi Tryggvason.
Alexandra mun svo keppa fyrir hönd Reykjanesbæjar á Heimsmeistaramótin í Lúdó sem haldið verður á næstunni.
Mynd: 88 Húsið/Hjörtur Ingi
Mikil stemmning var í húsinu þegar keppnin fór fram og var keppnin æsispennandi allt fram á lokahring. Spilaðar voru 2 lotur en seinni lotan var úrslitarimma á milli 4 bestu spilaranna á mótinu.
Keppendur börðust af hörku, en það er eins með Lúdó eins og aðrar keppnir að það getur aðeins einn unnið og að þessu sinni hrósaði Alexandra sigri. Í öðru sæti varð Halla Karen Guðjónsdóttir og þriðji besti Lúdóspilari Reykjanesbæjar er Arnar Ingi Tryggvason.
Alexandra mun svo keppa fyrir hönd Reykjanesbæjar á Heimsmeistaramótin í Lúdó sem haldið verður á næstunni.
Mynd: 88 Húsið/Hjörtur Ingi