Aldrei séð annað eins litróf í norðurljósunum
Ljósmyndari varð agndofa í Háabjalla og við Snorrastaðatjarnir.
„Þau voru græn, þau voru rauð og bleik og þau voru fjólublá. Aldrei séð annað eins litróf í norðurljósunum. Yfirleitt nenni ég ekki að eltast við norðurljós en spáin í gær var með svo miklum ólíkindum að ég varð að drífa mig út, þrátt fyrir slappleika og magakveisu. Það var vel þess virði því þetta kvöld var töfrum líkast,“ segir ljósmyndarinn Ellert Grétarsson, sem tók meðfylgjandi myndir við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir í gærkvöldi.
Ellert hefur margoft myndað norðurljós áður en öll þessi litabrigðin voru ný fyrir honum. Hann sendi okkur meðfylgjandi myndir til að lesendur síðunnar geti notið líka.