Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Aldrei meira fjölmenni á þjóðhátíðardeginum í Reykjanesbæ
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 15:24

Aldrei meira fjölmenni á þjóðhátíðardeginum í Reykjanesbæ

Mikið fjölmenni sótti vel heppnuð hátíðarhöld á 17. júní í Reykjanesbæ í miklu blíðviðri.

Hátíðardagskráin var hefðbundin þar sem skátar gengu inn í skrúðgarðinn með stærsta þjóðfána landsins eftir guðsþjónustu í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Það kom í hlut fyrrverandi verkalýðsleiðtogans Kristjáns Gunnarssonar að draga fánann að húni með hjálp skáta úr Heiðabúum. Kristján lét af störfum sem formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis eftir að hafa sinn starfinu í langan tíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Azra Crnac, háskólastúdent flutti ávarp fjallkonu og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar Reykjanesbæjar var með ræðu dagsins. Þá var skemmtidagskrá á sviði þar sem Friðrik Dór mun kom fram auk Danskomanís og Bryn Balletts sem sýndu skemmtileg dansatriði. Þá mættu Lilli klifurmús og Mikki refur og skemmtu krökkunum.

Í tilefni 75 ára lýðsveldisafmæli Íslands bauð forsætisráðuneytið í samvinnu við Landssamband bakarameistara upp á Lýðveldisköku sem var um 4 metrar á lengd. Þá var kvölddagskrá í Ungmennagarði fyrir 7.-10. bekk.

Gestir í skrúðgarðinum voru prúðbúnir og hafa aldrei verið fleiri sem nutu dagskrár og blíðunnar.

Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson en einnig má sjá upptöku Hilmar Braga sem sýnd var beint á Fésbókarsíðu Víkurfrétta.

17. júní í Reykjanesbæ 2019