Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ala upp æðarunga
Föstudagur 27. júní 2008 kl. 14:36

Ala upp æðarunga



Vinkonurnar Ása, Æsa og Rósmarý í Njarðvík urðu fyrir óvæntri en skemmtilegri reynslu á sunnudaginn.

Þær höfðu fundið egg í móanum á Nikelsvæðinu og fóru með það heim til einnar stelpunnar. Þar klaktist það út á sunnudaginn og út stökk hraustur og hress æðarungi sem hefur fengið nafnið Andrés, alla vegana um tíma.

Andrés er hinn frískasti, borðar brauð hjá „mömmunum“ sínum og syndir í lítilli tjörn sem er í garðinum sem er heima hjá Ásu.

Þær vinkonur segja að hann sé líka mjög þægur en hann er með pínu læti á nóttinni því hann vill ekki sofa í kasssanum sínum á nóttinni. Stúlkurnar hyggjast ala Andrés upp þangað til að hann verður stór. Foreldrum þeirra finnst þetta bara skemmtilegt og styðja ungamömmurnar með ráðum og dáð.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd/Þorgils – 1: Æsa, Rósmarý og Ása með Andrés. 2: Andrés á sundi í tjörninni sinni.