Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ákveðin fimleikamær
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 5. september 2022 kl. 13:00

Ákveðin fimleikamær

Ungmenni vikunnar: Íris Björk Davíðsdóttir

Nafn: Íris Björk Davíðsdóttir
Aldur: 15 ára
Skóli: Njarðvíkurskóli
Bekkur: 10. bekkur
Áhugamál: Fimleikar 
Íris Björk Davíðsdóttir er fimmtán ára fimleikamær sem kemur frá Njarðvík. Hún stefnir að því að læra arkitektúr í framtíðinni og hún er ákveðin í að ná markmiðum sínum og gera allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur.
Hvað gerir þú utan skóla?

„Ég fer á fimleikaæfingar fimm sinnum í viku. Ég hitti líka vinahópinn minn og við finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Síðan þjálfa ég fimleika líka.“

Hvert er skemmtilegasta fagið?

„Ég myndi segja stærðfræði, því ég er mjög góð í henni og ég hef líka mjög mikinn áhuga á henni.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

„Freysteinn líklegastur til að verða frægur vegna þess hann gæti náð langt í fótbolta.“

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

„Skemmtilegasta sagan ur skólanum er örugglega þegar ég og vinkona mín keyptum okkur vatnsbyssu í frítímanum okkar og ákváðum að sprauta á vini okkar í matartímanum. Það endaði reyndar ekkert svakalega vel því vinur minn sprautaði óvart á kennarann okkar og endaði hjá stjórnanda.“

Hver er fyndnastur í skólanum?

„Ég get ekki valið eina manneskju þannig ég myndi segja Heimir og Hildigunnur. Ég er alltaf í hláturskasti í kringum þau tvö.“

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

„Mitt uppáhalds lag er WAIT FOR U með Future (feat. Drake & Temes).“

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

„Minn uppáhaldsmatur er Sushi.“

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

„Mín uppáhaldsmynd er og hefur alltaf verið Regína, alveg síðan ég var krakki.“

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

„Þessi spurning er mjög erfið en ég myndi líklega taka með mér risastóra vatnsflösku, sveðju og kveikjara.“

Hver er þinn helsti kostur?

„Minn helsti kostur er að ég er mjög ákveðin með allt sem ég ætla mér að gera og geri það mjög vel.“

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

„Ég myndi velja það að geta flogið.“

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

„Mér finnst heiðarleiki það besta við fólk.“

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

„Ég er að stefna á að læra arkitektúr.“

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

„Ákveðin.“