Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ákvað að söðla um í lífinu, elta ástríðuna
Sunnudagur 28. júní 2020 kl. 12:27

Ákvað að söðla um í lífinu, elta ástríðuna

Aldís Yngvadóttir:

Ég hef alltaf haft mikla þörf og áhuga á að skapa og hef fengist við myndlist í frístundum um árabil. Fyrir nokkrum árum sótti ég námskeið í keramiki í Myndlistaskólanum í Reykjavík og þar komst ég á bragðið. Ég hafði starfað sem ritstjóri hjá Námsgagnastofnun í 19 ár, en ég er með meistaragráðu í menntunar- og kennslufræðum. Keramikið kveikti enn frekar í mér og ég ákvað að söðla um í lífinu, elta ástríðuna og skella mér í fullt nám í faginu. Ég sé ekki eftir því. Í vor lauk ég fyrra árinu í diplómanáminu á keramikbrautinni í MÍR og hlakka til að byrja aftur í haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KRYDD Í TILVERUNA

Hvað er betra en að mala sín eigin krydd í sátt við umhverfið og bragðlaukana? Hugmyndin að formi og tvöföldu notagildi mortelsins er sprottin úr rannsókn á gjörnýtingu sauðfjárafurða fyrr á öldum. Lifrarhnallur var notaður til að merja lifur í lifrarpylsu. Einn slíkur, varðveittur á Þjóðminjasafninu, er eins og kona í kjól sem gengdi hlutverki dúkku á milli þess sem hann var ekki notaður við sláturgerð. Nýmalaðar kryddjurtir eru bragðsterkar og engin hætta er á að örplast berist í fæðuna eða umhverfið eins og þegar notaðar eru plastkvarnir.