Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Akurskóli og Erlingur Jónsson fengu Fjöreggið
Fimmtudagur 5. júní 2008 kl. 14:53

Akurskóli og Erlingur Jónsson fengu Fjöreggið


Erlingur Jónsson hjá forvarnarfélaginu Lundi og Akurskóli hlutu viðurkenningu FFGÍR sem afhent var í þriðja sinn við athöfn í Bíósal Duushúsa þann 2. júní sl.

Erlingur hlaut  viðurkenninguna fyrir öflugt forvarnarstarf á Suðurnesjum, og fyrir stuðning við þá sem þjást eftir eigin vímuefnaneyslu og aðstandendur þeirra. Í tilkynnigu frá FFGÍR segir : „Hann átti frumkvæði að því að Lundur yrði stofnaður til að styðja við bakið á þeim sem eru að koma úr meðferð og aðstandendum þeirra. Þar getur fólk fengið fræðslu og ráðgjöf hjá fagfólki. Þar sem ekki allir hafa tök á að sækja slíka þjónustu til Reykjavíkur getur það orðið þeim að falli.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Akurskóli fékk viðurkenningu fyrir námskeið „Ég og þú, þú og ég, við tvö saman“ sem hafa verið haldin í þrjú ár. Í tilkynningunni segir: „Þar eru skapaðar aðstæður þar sem foreldrar og börn vinna saman að sameiginlegu áhugamáli. Foreldrum og nemendum eru gefin tækifæri á að kynnast öðrum skólafélögum og foreldrum þeirra. Stuðla námskeiðin að aukinni samvist foreldra og barna og hefur þar af leiðandi mikið forvarnargildi. Er þetta gert með eins litlum tilkostnaði og hægt er.“

Tilnefningar bárust úr ýmsum áttum og voru einnig Heiðarkóli, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, KFUM og -K og æskulýðsfulltrúi Keflavíkurkirkju tilnefnd til Fjöreggsins að þessu sinni. Við valið er sérstök athygli veitt sjálfboðastarfi, þeim sem starfa að eflingu tengsla heimila og skóla, forvörnum fyrir börn og unglinga eða eflingu og stuðningi fyrir foreldra.

Markmið FFGÍR með þessum viðurkenningum eru skv. tilkynningunni að: „veita athygli því ósérhlífna starfi sem oft fer ekki hátt, en hefur áhrif við að bæta samfélag okkar. Styrktu Blómaval og Örn Garðars matreiðslumeistari viðurkenningarathöfnina að þessu sinni.“

Myndatx.
f.h.Dagný Gísladóttir formaður FFGÍR, Erlingur Jónsson, Jónína Ágústsdóttir skólastjóri Akurskóli, Lovísa Hafsteinsdóttir starfsmaður Akurskóla, og Ingibjörg Ólafsóttir verkefnastjóri FFGÍR