Akursbörn skreyttu gjafajólatré
Gjafajólatré hefur verið sett upp sal Flughótels (þar sem áður var húsgagnaverslunin Smart). Börnin frá leikskólanum Akri létu ekki sitt eftir liggja og skreyttu gjafapoka sem notaður verða undir smákökur og gjafir en þau tóku einnig að sér að skreyta jólatréð í dag.
Starfsfólk Flughótels gaf fjörtíu þúsund krónur úr starfsmannasjóði sínum en féð var notað til jólagjafa sem fara undir tréð. Einnig bakaði starfsfólkið smákökur sem fara í söfnunina.
Í sama húsnæði var opnaður listamarkaður tíu handverkskvenna og verður hann opinn fam að jólum.
Starfshópur á vegum Reykjanesbæjar og kirkjunnar mun sjá um að dreifa
pökkunum
VFmynd/elg – Börnin á Akri stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á meðan þau biður eftir því að starfsmenn Flughótel settu upp jólatréð. Fyrir framan eru gjafapokarnir sem þau gerðu.