Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ákafur fótboltakappi
Jón Garðar Arnarsson
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 21. nóvember 2022 kl. 10:51

Ákafur fótboltakappi

FS-ingur vikunnar

Nafn: Jón Garðar Arnarsson
Aldur: 16 ára
Námsbraut: Viðskipta- og hagfræðibraut
Áhugamál: Fótbolti
Jón Garðar stefnir á atvinnumennsku í fótbolta en hann dreymir einnig um að fara í háskóla erlendis. Jón ákvað að fara í FS vegna þess að það er stutt fyrir hann að fara í skólann en einnig stutt fyrir hann að kíkja í heimsókn til ömmu sinnar og afa í frímínútum. Jón er FS-ingur vikunnar.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? 

Það verður að vera starfsfólkið og nemendurnir, allir algjörir snillingar.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? 

Skólinn er stutt frá, þá þarf ég ekki að vera í þessu strætóveseni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Hver er helsti kosturinn við FS? 

Helsti kosturinn er hversu stutt það er að fara til ömmu og afa í eyðu/mat.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? 

Það er æðislegt.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? 

Hermann Borgar er án efa framtíðarborgarstjóri eða eitthvað svoleiðis. 

Hver er fyndnastur í skólanum? 

Jónas Dagur, hann er ekkert eðlilega fyndinn.

Hvað hræðist þú mest? 

Köngulær, skíthræddur við þær.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? 

Það heita er spennan fyrir HM í fótbolta og það kalda er hversu leiðinlegt er að vera ekki með bílpróf.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? 

Sing for the moment með Eminem.

Hver er þinn helsti kostur? 

Það er ábyggilega að vera góður í spurningakeppnum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? 

TikTok og Snap.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? 

Ég stefni á að verða atvinnumaður í fótbolta.

Hver er þinn stærsti draumur? 

Að fara erlendis í háskóla.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? 

Ákafur, vegna þess að yfirleitt gef ég 100% í allt sem ég geri.