Áhugi fólks á lækningamætti og notagildi jurta fer vaxandi
Ásdís Ragna Einarsdóttir verður með námskeið í kvöld í Húsinu Okkar við Hringbraut 108 í Keflavík þar sem hún kennir fólki að tína og nota íslenskar lækningajurtir sem vaxa allt í kringum okkur í náttúrúnni. Þar fer Ásdís yfir það hvernig eigi að tína, þurrka og geyma jurtir, hvernig best sé að tína og við hvaða aðstæður og hvernig útbúa eigi jurtablöndur á einfaldan hátt.
„Námskeiðin hafa gengið mjög vel greinilegt að áhugi fólks á lækningamætti og notagildi jurta fer vaxandi,“ segir Ásdís Ragna en námskeiðið í kvöld verður kl.18.30-20.30. Farið verður á tínslustaði og jurtir skoðaðar úti í náttúrunni.
Í næstu viku eða þriðjudaginn 14.júní verður Ásdís með annað námskeið, „Jurtasmyrsl úr náttúrunni“.