Áhugamálin lyftingar og kvikmyndagerð
FS-ingur vikunnar
FS-ingur vikunnar að þessu sinni er Theodór Már Guðmundsson. Hann hefur mikinn áhuga á kvikmyndagerð og líkamsrækt. Hann viðurkennir að hafa verið á barmi þess að tárast yfir kvikmyndinni Interstellar, svo góð var myndin að hans mati. Íris Jóns er eftirlætiskennarinn og næringarfræði er besta fagið.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á listnámsbraut - eða er reyndar búinn með hana og er að taka núna viðbót uppí stúdentinn.
Hvaðan ertu og aldur?
Ég er 20 ára, ‘94, og er upphaflega úr Hafnarfirðinum en hef flutt yfir 12 sinnum, búið í Reykjavík, Kópavogi, Árbæ, Hafnarfirðinum, Sandgerði, Garðinum og svo Keflavík.
Helsti kostur FS?
Örugglega nálægðin.
Áhugamál?
Kvikmyndagerð, hef haft mikinn áhuga á henni alveg síðan ég byrjaði að gera stuttmyndir á Youtube með vinum minum árið 2009. Með hverju myndbandi hef ég alltaf lært eitthvað nýtt og hef núna gert yfir 70 myndbönd held ég. Einnig hafa lyftingar og fitness orðið mjög stórt áhugamál hjá mér seinstu 2-3 ár. Byrjaði á því til að styrkja mig fyrir körfuna en núna er þetta orðið svo mikið meira fyrir mér; þetta er lífsstíll. Að vakna kl 5:40 fyrir skóla til að elda máltíðirnar sínar og beint í gymmið eftir skóla gefur mér þannig tilfinningu að ég sé búinn að ná að afreka eitthvað mjög gott yfir daginn.
Hvað hræðistu mest?
Ég hræðist mest að festast einhvers staðar í lífinu og komast ekki lengra. Fyrir mér er lífið um að bæta sig sífellt og komast lengra og lengra í því sem þú hefur áhuga á. Að þurfa vera í einhverri vinnu, alla daga frá 8-5 að gera sama hlutinn hvern einasta dag, er bara mín versta martröð. Allir munu einn daginn deyja og gleymast, þannig lifðu lífinu til hins ítrasta og gerðu það sem þú vilt og gerir þig hamingjusaman.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Það er örugglega hann Sigurður Smári Hansson, hann er bara einhvern veginn með þennan sjarma sem lætur fólk heillast að honum uppi á sviði. Sé hann alveg fyrir mér með sinn eigin spjallþátt í framtíðinni.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Markús Már Magnússon. Við höfum verið að klippa og fara yfir tökur á Hnísunni og svo kemur inn þessi jólasveinn í skotið og gerir eitthvað og sem er alltaf bara svo grillað og svo ótrúlega steikt að maður getur ekki annað en hlegið af sér rassgatið og pælt í hvaðan í andskotanum hann fékk hugmyndina að því.
Hvað sástu síðast í bíó?
Seinast í bíó sá ég „Interstellar“ og holy moly guacamole! what a film! Þessi mynd er svo svakalega góð fyrir mér vegna þess hún lét mig svo mikið fara að hugsa, þú getur nánast pælt endalaust í henni eins og hann Christopher Nolan er þekktur fyrir. Einnig er þessi mynd bara svo falleg, ekki bara í því sem við sjáum á hvíta tjaldinu heldur einnig hvernig hún lætur okkur líða tilfinningalega og ég játa, ég var á mörkunum að tárast á tímapunkti, ég viðurkenni það alveg.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Ég myndi lítið breyta mötuneytinu nema kannski láta hafa líka frían hafragraut á morgnana meðan prófin eru í gangi en annars er er ég bara mjög ánægður með það og starfsfólk þess. Líst bara mjög vel á þetta Heilsueflandi framhaldsskóli - thing.
Hver er þinn helsti galli?
Ég myndi segja að það væri örugglega óstundvísi og hversu opinn ég er með einkalífið mitt við alla. Það hefur komið mér í vandræði þar sem einstaklingur spurði mig bara úti í eitthvað í einhverju djóki og ég svaraði bara og fattaði síðan seinna að ég hefði í raun ekkert átt að segja þetta og áður en ég vissi var það búið að dreifast út um allt.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
YouTube, Snapchat og Facebook.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Eins plebbalega og það hljómar, þá myndi ég hækka inntökuskilyrði skólans eða ekki hika við reka fólk sem er fellur í þremur áföngum eða fleirum. Finnst vinnumórallinn í þessum skóla vera svo lágur og það er eins og sumir monti sig yfir því hvað þeim gengur illa í fögum, sem lætur aðra halda að það sé bara allt í lagi að falla í einum til tveimur áföngum. Það finnst mér að ætti alls ekki að vera staðallinn.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Akkúrat núna nota er ég soldið að vinna með „Kurwa jak nie sraczka“ sem bölvun og hef verið að vinna með „slice“ sem „nice“.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Mér finnst félagslífið í skólanum bara orðið ágætt miðað við hvernig það var, en það er alltaf hægt að bæta.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Stefnan er óljós en ég hef eitthvað verið að fikta við að fara í íþróttasálfræði, er að kynna mér málið betur. Annars hefur alltaf draumurinn síðan 2009 verið að fara í kvikmyndagerðarskóla og verða alvöru leikstjóri. Þar sem ég er núna búinn að vera vinna mikið í Hnísunni og hjálpaði einnig útskriftarhópnum núna að gera dimmission-myndbandið sitt, þá er áhuginn svolítið að koma aftur. En einkaþjálfarann ætla ég tvímælalaust að taka.
Hver er best klædd/ur í FS?
Verð að segja hann Kristinn Sveinn Kristinsson.