Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áhöfnin á Húna II spilar í Keflavíkurhöfn í kvöld
Miðvikudagur 10. júlí 2013 kl. 09:53

Áhöfnin á Húna II spilar í Keflavíkurhöfn í kvöld

Áhöfnin á Húna II. mun halda tónleika í Keflavíkurhöfn í kvöld, 10. júlí, kl. 20:00. Alls eru um 40 manns sem fylgja áhöfninni, þ.e. hljómsveit, tæknifólk og fjölskyldur. Húni II siglir í höfn um kl. 16:00 þann sama dag, og munu börn úr vinnuskóla Reykjanesbæjar taka á móti þeim.

Bæjarbúum er velkomið að vera viðstaddir við komu bátsins. Tónleikarnir hefjast síðan kl. 20 og sér björgunarsveitin Suðurnes um að girða af svæðið og selja inn á tónleikana, en ágóðinn rennur til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Áhöfnin er hljómsveit skipuð tónlistarmönnunum Jónasi Sig, Láru Rúnars, Mugison, Ómari Guðjónssyni, Guðna Finnssyni og Arnari Gíslasyni. Hljómsveitin kom fram í fyrsta sinn í söfnunarþætti fyrir Slysavarnarfélagið Landsbjörg á RÚV föstudagskvöldið 31. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hugmyndin um að sigla hringinn í sumar og halda tónleika í sjávarbyggðum kviknaði í vetur í samtölum tónlistarmannanna og Jóns Þórs Þorleifssonar. Strax var ákveðið láta gott af sér leiða í ferðinni og var Slysavarnarfélaginu Landsbjörg boðið að selja inn á tónleikana og safna peningum í starfsemi sína.