Ágúst Ingiþórs og Ingvi Ingiþórs Ingasynir 80 ára
Þann 29. janúar 2024 fögnuðu tvíburarnir Ágúst Ingiþórs og Ingvi Ingiþórs Ingasynir 80 ára afmæli sínu. Ingvi hélt upp á afmæli sitt 27. janúar í Hafnarfirði. Ágúst mun halda upp á sitt afmæli í Noregi með sínu fólki.
Starfsferill Ágúst
Stundaði sjómennsku sem ungur maður frá Keflavík og lauk Stýrimannaskólanum 1975. Ágúst gekk inn í útgerð föður síns og sóttu þeir feðgar sjóinn á Erling KE 20 í nokkur ár. Upp úr 1976 flutti Ágúst til Noregs með tilvonandi eiginkonu sinni. Hann hóf nám í radiotæknifræði og lauk því með ágætum. Að námi loknu hóf Ágúst störf hjá Electrolux í Noregi sem fólst aðallega í stjórn vélmenna. Verksmiðjan var lögð niður upp úr 2006 vegna harðrar samkeppni við austurblokkirnar sem voru að ganga inn í Evrópusambandið. Starfslok voru því hjá fyrirtæki sem framleiddi loftræstikerfi sem nýttu endurnýjanlega orku.
Starfsferill Ingva
Ingvi og Gústi slitu barnskónum í Keflavík. Eftir skyldunámið fór Ingvi á námssamning í rennismíði hjá Vélsmiðjunni Óðni í Keflavík og lauk sveinsprófi 1965. Þaðan lá leiðin í undirbúningsdeild Tækniskóla Íslands, sem var nýstofnaður, árið 1966 og lauk fyrri hluta námi í tæknifræði. Í framhaldi hóf Ingvi nám í Tækniskóla Álaborgar 1968 og útskrifaðist sem véltæknifræðingur 1971 sem aðalfag straumvélar (túrbínur ).
Haustið 1971 hóf Ingvi störf hjá HF. Raftækjaverksmiðjunni Hafnarfirði ( RAFHA ) og starfaði sem véltæknifræðingur og aðstoðarforstjóri næstu átta árin með þáverandi forstjóra, Axel Kristjánssyni, en hann féll frá í júní 1979. Ingvi tók við forstjórastarfinu 1979 og gegndi því til 1989 en þá var grundvöllur brostinn og innlend framleiðsla gat engan veginn borið sig. Íslenska ríkið sem átt 33% eignarhlut í Rafha hafði ekki áhuga á breyttri starfsemi, t.a.m. innflutning og þjónustu.
Í byrjun árs 1990 náðust samningar við Ingva og stjórn Rafha um sölu á lager og nafni RAFHA með því skilyrði að nýja félagið Rafha ehf. annaðist ábyrgðaþjónustu við eigendur tækja sem keyptu voru í Rafha. Ingvi starfaði sem framkvæmdastjóri frá upphafi Rafha ehf. til 2016.
Nú er ný kynslóð tekin við stýrinu, börnin hans þrjú. Egill Jóhann sem framkvæmdastjóri, Sólveig Heiða sem bókari og gjaldkeri og Kristinn þór sem stjórnarformaður. Rafha ehf. er núna með sína verslun á Suðurlandsbraut 16, Kvik lager, ásamt samsetningu innréttinga í Ármúla 15 og leiguhúsnæði sem lager í Skeifunni 9.
Félagsstörf:
Ingvi gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir JC Hafnarfjörð þar á meðal ritari, gjaldkeri og lögsögumaður fyrir Landsstjórn JC Ísland á árunum 1973 til 1984. Ingvi var sæmdur Senator JCI 1988 sem er æðsta viðurkenning hreyfingarinnar.
Ingvi var kjörinn formaður Félags raftækjasala (innan Kaupmannasamtaka Íslands ) 1988 til 2004. Sat líka í aðalstjórn samtakanna svo og í Samtökum verslunar og þjónustu.
Fjölskylda Ágústs:
Maki Ágústs er Borgný Seland f. 1946.
Börn:
Karl Ove f. 1978, giftur og á tvö börn.
Elín Edda f. 1980, gift og á tvö börn.
Kristin f. 1980, gift og á tvö börn.
Fjölskylda Ingva:
Kvæntist 1966 Sigríði Jónu Egilsdóttir f.1947 – skildu 2001
Börn:
Sólveig Heiða f. 1966 gift og á þrjú börn og eitt barnabarn.
Kristinn Þór f. 1969 giftur og á fimm börn og þrjú barnabörn.
Egill Jóhann.
Systkini Ágústs og Ingva:
Ásrún I. Ingadóttir f. 1940, röntgentæknir, núna eldri borgari.
Jóhann I. Ingason f. 1945, blikksmiður, núna eldri borgari.
Þórir G. Ingason f. 1946, verkstjóri hjá hernum, núna eldri borgari.
Foreldrar:
Ingi Þór Jóhannsson f.1916 d.2010, útgerðarmaður í Keflavík.
Sigríður Narfheiður Jóhannesdóttir f.1914 d.2003, húsmóðir.