Ágóði Kvennatöltsins til Þroskahjálpar
Kvennadeild Mána stóð að árlegu Kvennatölti hestamannafélagsins Mána síðasta föstudag og tóku tæplega þrjátíu konur þátt í töltinu. Allur ágóði af kvennatöltinu rann til Þroskahjálpar á Suðurnesjum en styrktaraðilar mótsins voru Pulsuvagninn í Keflavík, Örkin og Ellert Skúlason ehf.
Kvennatöltið fór fram í reiðskemmunni á Mánagrund og var keppt í þremur flokkum. Þema kvöldsins var lopi og voru allir keppendur íklæddir lopapeysum af því tilefni. Önnur keppni fór fram innan Kvennatöltsins en það var keppnin „Miss Lopi 2006“ þar sem Gunnhildur Gunnarsdóttir hreppti hnossið.
Úrslitin í töltkeppninni:
3. flokkur:
1. Hrefna M. Kristvinsdóttir og Djarfur
2. Ástríður L. Guðjónsdóttir og Glóð frá Oddsstöðum
3. Ásta K. Aðalsteinsdóttir og Galsi frá Gunnarsholti
4. Sólveig Ómarsdóttir og Jarpur
5. Helga H. Snorradóttir og Prins frá Brú
2. flokkur:
1. Bryndís Líndal Arnbjörnsd. og Varða frá Keflavík
2. María Guðmundsdóttir og Valsi frá Skarði
3. Helena Guðjónsdóttir og Hekla frá Vatni
4. Guðlaug Skúladóttir og Enok frá Feti
5. Stella Ólafsdóttir og Dögg frá Grindavík
1. flokkur:
1. Hulda G. Geirsdóttir og Gullskjóna frá Stóra-Sandfelli 2
2. Þóra Brynjarsdóttir og Sindri
3. Hrönn Ásmundsdóttir og Djákni frá Feti
4. Guðrún Vilhjálmsdóttir og Kiljan frá Miðsitju
5. Sigrún Valdimarsdóttir og Þráður frá Garði
VF - myndir/ Hrönn Ásmundsdóttir