Ágóði af kaffisölu til Lundar
Kaffitár afhendi í gær 350 þúsund krónur til forvarnarverkefnisins Lundar. Upphæðin er ágóði af kaffisölu sem var í tjaldi Kaffitárs á hátíðarsvæðinu á Ljósanótt. Um hreinan ágóða er að ræða því sjálboðarliðar frá Lundi og starfsfólk Kaffitárs önnuðist kaffisöluna og Kaffitár lagði til öll aðföng. Mjólkursamsalan lagði til mjólkina í kaffið.
VF-mynd/elg. Ágóðinn af kaffisölunni afhentur. Frá v.: Stella Jónsdóttir og Guðrún Jensdóttir frá Kaffitári ásamt Erlingui Jónssyni og Jóni Grétari Erlingssyni frá Lundi.