Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ágætlega bjartsýn á næsta ár
Miðvikudagur 31. desember 2008 kl. 11:37

Ágætlega bjartsýn á næsta ár



Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS:

Það sem er mér efst í huga er hvernig þjóðfélagið breyttist á einni nóttu úr því að vera „ríkt" land yfir í að vera land þar sem bölmóður virðist ríkja.
Einnig hvernig ásýnd okkar erlendis hefur breyst á skömmum tíma. Ég er ágætlega bjartsýn fyrir næsta ár. Sagt er að tækifærin myndist í kreppu og höfum við alla burði til að nýta ný tækifæri og skapa eitthvað nýtt. Einnig vonast ég til að við breytum um kúrs og förum nú að kenna börnunum okkar að safna fyrir hlutunum en ekki að taka lán fyrir því sem okkur langar í. Ef við gerum það þá hefur alla vegna eitthvað gott komið út úr þessu.

Einnig er mér ofarlega í huga frábær ferð fjölskyldunnar til Danmörku og Svíþjóðar í sumar þar sem við m.a. voru á fjögurra daga rokkhátíð og höfðu allir gaman af.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024