Aftan Festival X á Paddy´s
Fyrsta Aftan Festival sumarsins, Aftan Festival X, fer fram á Paddy´s í Reykjanesbæ næstkomandi fimmtudagskvöld. Hefjast tónleikarnir kl. 21:00 en fram koma Ingi Þór, Halli Valli og Gugga, Hlynur Vals og Addi.
Ingi Þór hefur einu sinni komið fram áður á Aftan Festivali. Hann á eitt lag á plötunni Aftan Festival I sem kom út í fyrra.
Gugga og Halli Valli eru ekki ókunn Aftan Festivalinu. Þau áttu einnig lag á Aftan Festval I plötunni og munu án efa kynna eitthvað nýtt efni.
Hlynur Vals er heldur enginn nýgræðingur þegar kemur að Aftan Festivali en hann tók lagið „You belong to me“ á Aftan Festival plötunni.
Addi verður vígður inn í hóp þeirra listamanna sem hafa komið fram á Aftan Festivali. Hann hefur spilað á Paddy´s og Ránni við góðan orðstír og spennandi verður að sjá og heyra hvað hann býður upp á.