Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aftan festival í kvöld
Fimmtudagur 14. október 2004 kl. 11:41

Aftan festival í kvöld

Í kvöld fara tónleikarnir „Aftan festival“ fram á Mamma Mía í Sandgerði. Húsið opnar kl. 20:00 en tónleikarnir hefjast kl. 21:00.
Þeir listamenn sem munu koma fram eru Sigurbjörg Hjálmars og Halli Valli, Guðmundur Hallvarðsson, Vilhjálmur Skúla og Ingi Þór.

Ingi Þór: kemur heim frá Manchester með fullan poka af músíkgóðgæti sem á örugglega eftir að gleðja margan gestinn.
Sigurbjörg og Halli Valli: Halli Valli verður á sexstrengjunum og Sigurbjörg blandar saman klassískum sönghæfileikum sínum og skemmtilegri sviðsframkomu.
Gummi Hallvarðs og Vilhjálmur Skúla: Gummi er frægur fyrir það að fara með gamanmál í bland við flutning á hinum ýmsu lögum, Vilhjálmur hefur verið ötull nemandi Guðmundar í gítarnámi til margra ára.

Það eru því fjölbreytt tónlistaratriði í boði á Aftan festivalinu í kvöld sem er það fimmta í röðinni. Fyrsta Aftan festivalið var nú í febrúar og er komið til að vera. Í kvöld, á tónleikunum, verður geisladiskurinn „Aftan festival 1“ til sölu á Mamma Mía og mun hann kosta 1000 kr og því tilvalið að mæta á staðinn og næla sér í eitt stykki.

VF-mynd/ af framhlið geisladisksins Aftan festival 1

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024