Aftan Festival á morgun
Í tilefni að Sandgerðisdögum verður að venju haldið Aftan Festival á fimmtudaginn fyrir Sandgerðisdaga á Mamma Mía. Að þessu sinni koma
fram:
-Matti Óla-
sem hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu breiðskífu og er hún væntanleg með haustinu. Hann mun að öllum líkindum flytja efni af henni og hver veit nema hann laumi inn einhverju nýju. Matti átti einnig lagið Heiðin á plötunni Aftan Festival 1. Matti hefur ekki komið fram í herrans tíð eða síðan á Sandgerðisdögum í fyrra.
-Ingi Þór-
Ingi hefur tvisvar sinnum áður komið fram á Aftan Festivali við mikinn fögnuð viðstaddra. Ingi flytur að mestu frumsamið efni á sinni einstaka og einlæga hátt. Hann hefur verið viðloðin margar hljómsveitir og meðal annars meðlimur í hljomsveitunum Tommygun, VEI og Hálftíma gangur.
-Þröstur Jóhannesson-
Þröstur er að koma fram í fyrsta skipti á Aftan Festivali og í fyrsta skipti á Suðurnesjum í langan tíma eftir því sem ég best veit. Hann er í miðju upptökuferli á sinni fyrstu breiðskífu. Hann er meðlimur hljómsveitinni Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn. Einnig var hann meðlimur í hljómsveitunum Texas Jesús og í Vonlausa Tríóinu sem kom nokkrum sinnum fram á Vitanum í Sandgerði á sínum tíma.
AFTAN FESTIVALIÐ á morgun hefst kl. 21:00 á Mamma Mía og eins og ávallt er Frítt inn.
Nú er ekkert annað að gera en að taka Sandgerðisdaga með stæl og hefja leikinn á þessum myndarlegu tónleikum á Mamma Mía.
fram:
-Matti Óla-
sem hefur lokið við upptökur á sinni fyrstu breiðskífu og er hún væntanleg með haustinu. Hann mun að öllum líkindum flytja efni af henni og hver veit nema hann laumi inn einhverju nýju. Matti átti einnig lagið Heiðin á plötunni Aftan Festival 1. Matti hefur ekki komið fram í herrans tíð eða síðan á Sandgerðisdögum í fyrra.
-Ingi Þór-
Ingi hefur tvisvar sinnum áður komið fram á Aftan Festivali við mikinn fögnuð viðstaddra. Ingi flytur að mestu frumsamið efni á sinni einstaka og einlæga hátt. Hann hefur verið viðloðin margar hljómsveitir og meðal annars meðlimur í hljomsveitunum Tommygun, VEI og Hálftíma gangur.
-Þröstur Jóhannesson-
Þröstur er að koma fram í fyrsta skipti á Aftan Festivali og í fyrsta skipti á Suðurnesjum í langan tíma eftir því sem ég best veit. Hann er í miðju upptökuferli á sinni fyrstu breiðskífu. Hann er meðlimur hljómsveitinni Hinir guðdómlegu Neanderdalsmenn. Einnig var hann meðlimur í hljómsveitunum Texas Jesús og í Vonlausa Tríóinu sem kom nokkrum sinnum fram á Vitanum í Sandgerði á sínum tíma.
AFTAN FESTIVALIÐ á morgun hefst kl. 21:00 á Mamma Mía og eins og ávallt er Frítt inn.
Nú er ekkert annað að gera en að taka Sandgerðisdaga með stæl og hefja leikinn á þessum myndarlegu tónleikum á Mamma Mía.