Afmælishátíð Grindavíkurútibús Landsbanka
Grindavíkurútibú Landsbankans hélt uppá 45 ára afmæli sitt sl . föstudag. Skemmtileg dagskrá var allan daginn en Skrýtla kom í útibúið og hitti hressa krakka af leikskólanum Laut. Allir sem komu í útibúið fengu köku og kaffi en krakkar voru leystir út með gjöf frá bankanum. Þá gaf Grindavíkurútibú Landsbankans orgelsjóði Grindavíkurkirkju 1.6 milljónir í styrk sem nýta á vegna orgelkaupa.
Á fyrri myndinni má sjá krakka af Laut með Skrýtlu og fólk fá sér kökusneið í tilefni dagsins. Þá afhenti Valdimar Einarsson útibústjóri orgelsjóði Grindavíkurkirkju styrk uppá 1.6 milljónir.
Á seinni myndinni (h-v) er Valdimar Einarsson útibússtjóri Landsbankans Arnbjörn Gunnarsson, Guðmunda Kristjánsdóttir og Einar Bjarnason frá Grindavíkurkirkju.