Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Afmælisfagnaður í Grindavík á fimmtudag
Mánudagur 7. apríl 2014 kl. 09:51

Afmælisfagnaður í Grindavík á fimmtudag

– Dagskrá 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar 10. apríl

Fimmtudaginn 10. apríl nk. fagnar Grindavíkurbæjar 40 ára kaupstaðarafmæli. Í tilefni dagsins verður skemmtileg afmælisdagskrá fyrir alla aldurshópa frá morgni til kvölds. Forsetahjónin heimsækja Grindavík á afmælisdaginn og koma víða við. Um morguninn verður flaggað um allan bæ í tilefni afmælisins og fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að halda upp á daginn með starfsfólki sínu og taka vel á móti gestum. Verslanir og þjónustuaðilar verða með tilboð í tilefni afmælisins.  Dagskrá afmælisdagsins er eftirfarandi: 

Kl. 06:00 - 21:00 Sundlaug Grindavíkur: Ókeypis aðgangur í sund 9. og 10. apríl í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis og 20 ára afmælis sundlaugarinnar. Hún var vígð 9. apríl 1994. Í anddyri verða teikningar af nýju íþróttamannvirki. Afmælisterta fyrir gesti í morgunsundi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kl. 09:30 Afmæliskaffi í stofnunum Grindavíkurbæjar

Kl. 09:30 Leikskólinn Laut: Pollapönk kemur í heimsókn

Kl. 10:30 Leikskólinn Krókur: Pollapönk kemur í heimsókn

Kl. 11:00 - 13:00 Grunnskóli Grindavíkur: Í afmælisvikunni munu nemendur og starfsfólk grunnskólans vinna með þemað Grindavík 40 ára. Á afmælisdaginn 10. apríl verður uppskeruhátíð og opið hús milli kl. 11:00-13:00 bæði við Ásabraut og í Hópsskóla fyrir bæjarbúa. Allir velkomnir að kynna sér sögu Grindavíkur í 40 ár 
Pollapönk heimsækir Hópsskóla kl. 11:30

Kl. 11:00 - 18:00 Afmælishátíð á Bókasafni Grindavíkur: 10. apríl verður aldeilis tilefni fyrir heimsókn á bókasafnið, boðið verður uppá afmælistertu, auk þess sem sektir falla niður þann dag! Um að gera að skila vanskilabókum þá! Grindavíkurbær ætlar til viðbótar að gefa bæjarbúum frítt bókasafnsskírteini allt afmælisárið og fá
þeir sem þegar hafa greitt sín skírteini að njóta þessa við næstu endurnýjun

Kl. 14:30 Afmæliskaffi í Miðgarði: Sæbjörg M. Vilmundsdóttir les upp frásagnir frá gömlum kvenfélagskonum: Fiskur undir steini. Allir velkomnir

Kl. 17:00 Hátíðarfundur bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar í fundarsalnum á bæjarskrifstofunum, Víkurbraut 62

Kl. 17:00 - 19:00 Íþróttaafmælisfjör í íþróttahúsinu fyrir 3-8 ára: Umsjón Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir. Allir hressir krakkar sem vilja spreyta sig í þrautabrautum eða taka þátt í leikjum undir stjórn íþróttakennara eru hvattir til þess að mæta. Íþróttanammi á staðnum fyrir hressa orkubolta!

Kl. 18:00
Afmælishátíð í Grindavíkurkirkju
- Forseti Íslands verður á meðal gesta
- Gestir frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Grindavík
- Hátíðarræður og ávörp
- Afhending heiðursviðurkenninga
- Tónlistaratriði:
• Tónlistarskóli Grindavíkur
• Kór Grindavíkurkirkju
• Rósalind Gísladóttir og Renata Ivan
Veitingar í safnaðarheimili að lokinni afmælishátíð

Kl. 19:00 - 21:00 Afmælisdiskótek í Þrumunni fyrir 4.-6. bekk. DJ Egill Birgis

Kl. 19:00 Uppistand í grunnskólanum fyrir 7.-10. bekk. Fremsti uppistandari landsins, Ari Eldjárn skemmtir.

Kl. 20:00 Uppistand og rapp í Kvikunni fyrir 16 ára og eldri. Fremsti uppistandari landsins, Ari Eldjárn skemmtir. Grindvíski rapparinn Ari Auðunn hitar upp.

Kl. 21:00 Grindavíkurkrónika á kaffihúsinu Bryggjunni í tilefni kaupstaðarafmælisins