Afmælis-, minningar- og styrktartónleikar á Ránni í kvöld
Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriksdóttir háði hetjulega baráttu við erfiðan lungasjúkdóm. Í sinni báráttu stóð hún fyrir söfnun til styrktar D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og safnaði meðal annars fyrir ytri öndunarvél. Halli Valli sonur hennar sagði í spjalli við VF að það hefði legið beinast við að halda þeirri söfnun sem hún stóð fyrir áfram. Hugmyndin um að gera eitthvað á afmælisdegi hennar hafi kviknað fljótlega eftir að hún lést í desember síðastliðnum. „Það er vert að minnast á það að synir Rúnars Júll voru t.d. ekki lengi að hugsa sig um að taka þátt í tónleikunum enda var mamma mikill aðdáandi Rúnars og hringitónninn hennar var lengi vel lagið Það þarf fólk eins og þig,“ sagði Halli Valli.
Þorbjörg hefði fagnað sextugsafmæli sínu í dag, fimmtudaginn, 6. október. Af því tilefni ætla aðstandendur hennar að efna til samkomu og tónlistarveislu til heiðurs minningar hennar á Ránni og hefjast tóneikarnir kl. 20:00.
Fram koma:
VALDIMAR
HELLVAR
HOBBITARNIR
SYNIR RÚNARS JÚLL
JARL SIGURGEIRSSON
HALLI VALLI
Allur aðganseyrir rennur beint í söfnun Þorbjargar fyrir HSS. Það kostar 1000 krónur inn en að sjálfsögðu er frjáls framlög vel þegin.
Fyrir þá sem sjá sér ekki heimangengt en vilja leggja málefninu lið er bent á söfnunarreikninginn sem helst opinn:
Reikningsnúmer: 542-14-402170
kt. 141170 2959
Mynd: Þorbjörg á góðri stundu skömmu áður en hún lést.