Aflakóngar Sandgerðis á veglegan granítstein
Börn Þórhalls Gíslasonar komu færandi hendi
Börn Þórhalls Gíslasonar, fyrrum skipstjóra frá Sandgerði og Ástrúnar Jónasdóttur heitinnar, afhentu Sandgerðisbæ nýverið glæsilega gjöf við hátíðlega athöfn í Þekkingarsetrinu. Um er að ræða veglegan granítstein með nöfnum báta og aflakónga á vetrarvertíðum í Sandgerði á árunum 1939-1991. Aflakóngar í þessum hópi voru oft aflahæstir á landinu öllu.
Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri veitti þeassari höfðinglegu gjöf viðtöku. Hún sagði við tækifærið að gjöfin veitti innsýn í sögu sjósóknar og fiskveiða í Sandgerði.
Þórhallur varð 95 ára þann 14. maí 2011 og varð hugmyndin að gjöfinni til við 95 ára afmæli hans þann 14. maí 2011. Margir aflakóngar Sandgerðisbæjar frá fyrri tíð voru viðstaddir athöfnina. Steinninn með nöfnum aflakónganna er staðsettur í sýningarsal Þekkingarsetursins við Garðveg.
Hér má sjá steininn glæsilega.