Afi kíkti í heimsókn í Saltfisksetrið
Leikarinn góðkunni Örn Árnason, betur þekktur sem Afi og að vera einn af stjórnarmönnum Spaugstofunnar, kom í heimsókn í Saltfisksetrið í gær. Örn var að vinna að efni í barnaþáttinn Morgunstund með Afa á Stöð 2. Efnið sem Örn tók upp verður væntanlega sýnt um næstu helgi.
Kom þetta fram á vef Grindavíkurbæjar
Kom þetta fram á vef Grindavíkurbæjar