Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Afhenti Myllubakkaskóla æfingatæki fyrir Skólahreysti
Mánudagur 17. febrúar 2014 kl. 10:29

Afhenti Myllubakkaskóla æfingatæki fyrir Skólahreysti

Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir fyrrum nemandi Myllubakkaskóla kom færandi hendi í skólann á dögunum en hún afhenti þá skólanum upphýfinga- og hreystigreipatæki, dýfutæki og armbeygjutæki fyrir Skólahreystilið skólans.

Hún afhenti tækin fyrir hönd velunnara skólans sem síður vildi láta nafns síns getið. Ingibjörg Sól var sjálf í Skólahreystiliði Myllubakkaskóla sem náði mjög góðum árangri í keppninni í fyrra. Þessi gjöf mun gera nemendum í hreystivali kleift að æfa af krafti í íþróttahúsinu við Myllubakkaskóla en undirbúningur fyrir næstu keppni er þegar hafinn. Skólinn vildi koma á framfæri kærum þökkum fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Á meðfylgjandi mynd er Ingibjörg Sól ásamt nokkrum nemendum úr hreystivali og kennurum þeirra þeim Guðjóni Árna og Hildi Maríu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024