Afbragðsgóð karlmannsgen í Keflavík
Védís Hervör Árnadóttir, söngkona og bæjarstjóradóttir, hefur ekki verið áberandi í tónlistarlífinu á Íslandi undanfarið en hún gerði garðinnn frægan í uppsetningum Verslunarskóla Íslands á hinum ýmsu söngleikjum, t.d. „Wake me up before you gogo“. Eftir það opnuðust ýmsar dyr og í fyrra gaf hún út plötuna „The Caste“ sem seldist mjög vel. Ástæðan fyrir því að hún hefur látið lítið á sér bera er sú að þessa dagana er hún í London þar sem hún er að vinna í tónlist með ýmsu góðu fólki. „Ég hef verið að vinna í þessari tónlist núna í nokkra mánuði og hefur það gengið mjög vel. Stefnan er sett á plötu en það er erfitt að segja hvenær hún lítur dagsins ljós“, sagði Védís í samtali við Víkurfréttir en hún er komin til Íslands í örstutt stopp, m.a. til að syngja á tónleikum í Hallgrímskirkju 12. desember. Aðspurð hvort hún sé að reyna að koma sér á framfæri á erlendri grundu segir Védís að það megi orða það þannig þó svo hún sé einungis búin að vera í hljóðveri í upptökum.
Védís segir mjög misjafnt hvernig venjulegur dagur í lífi hennar sé. „Ég vakna um átta leytið með Aldísi Krístínu systur minni, en ég bý með henni í London þar sem hún er að nema lögfræði. Ég byrja á því að fá mér te og svo hoppa ég í lestina til að hitta upptökuliðið mitt. Ég er í upptökum allan daginn en að þeim loknum fer ég heim og borða yndislegan mat sem Aldís eldar. Stundum kíki ég eitthvað aðeins út en ég fer þó langoftast bara beint að sofa“.
Eins og flestir vita fluttist Védís til Reykjanesbæjar ásamt fjölskyldu sinni þegar faðir hennar, Árni Sigfússon, ákvað að gefa kost á sér til bæjarstjóra. Framhaldið þekkja allir en hver voru fyrstu viðbrögð Védísar þegar hún vissi að foreldrar hennar væru að spá í að flytja til Reykjanesbæjar? „Í hreinskilni sagt var ég ekkert allt of spennt því við vorum búin að koma okkur svo vel fyrir þar sem við vorum. Það breyttist þó um leið og við fluttum því þá sá ég hve ánægður pabbi var og hvað honum þótti þetta skemmtilegt. Við fluttum fallegt hús á góðum stað og þetta hefur bara verið æðislegt. Maður veit í raun aldrei neitt fyrr en maður prófar það“. Védís hafði nú ekki heyrt mikið um bæinn áður en hún flutti hingað en hún á ættingja hér. „Ég hafði heyrt um alla töffarana sem rúnta upp og niður Hafnargötuna á flottu bílunum sínum og þá sem komu til Reykjavíkur til að slást. Álit mitt á bænum var því kannski æðislegt en það sem vóg upp á móti var að þetta er „Bítlabærinn“ þaðan sem Rúnni Júll og félagar eru.
Álit Védísar á Reykjanesbæ var fljótt að breytast en hennar fyrstu kynni af bænum voru yndisleg að hennar sögn. „Pabbi tók bíltúr hingað með fjölskylduna nokkru áður en hann ákvað að fara í framboð og varð ég alveg heilluð af þessu svæði. Þá sá ég hvað þetta var fallegt og miklu meira spennandi en ég hafði gert mér grein fyrir“.
Hvernig finnst þér ykkur hafa verið tekið í nýja bænum?
Okkur hefur verið tekið mjög vel, allt er ljómandi hér í Reykjanesbæ og ég reyni að vera hér eins mikið og ég get. Fólkið hér er afar vinalegt og það er góður andi bænum. Svo ég tali nú ekki um karlmannsgenin sem eru afbragðsgóð.
Verður þú í Reykjanesbæ um jólin?
Nei, ég verð á Florida með stórfjölskyldunni og kærastinn ætlar að kíkja á okkur þannig að það verður bara gaman. Ég hef aldrei verið fjarri heimaslóðum yfir hátiðarnar en ég er spennt að fara.
Hvernig eru jólin haldin á þínu heimili?
Við erum alltaf eiturhress um jólin, hamborgarhryggurinn klikkar aldrei og svo er farið i eins konar pakkaleik þar sem pakkarnir eru dregnir undan jólatrénu. Pabbi les svo alltaf hver á að fá hvað og þær jólaóskir sem kortunum fylgja.
Nú ert þú leikin í revíunni, ertu búin að sjá hana?
Ég hef reyndar ekki séð þá sýningu en hef heyrt góða hluti um hana og hlakka til að fara.
Hvert er stefnan sett í framtíðinni?
Það er í raun allt óráðið ennþá en ég hef mikinn áhuga á því að starfa í tónlistinni og hefur hún fyrst í forgangsröðinni. Ég flyt til London eftir áramót og mun ég verða þar í óákveðin tíma eða þar til ég klára mín mál.
Eitthvað sem þú villt segja að lokum?
Ég óska bara öllum gleðilegra jóla, veriði hress og slakið á um jólin og ekki háma í ykkur of mikið af jólamat.
Védís segir mjög misjafnt hvernig venjulegur dagur í lífi hennar sé. „Ég vakna um átta leytið með Aldísi Krístínu systur minni, en ég bý með henni í London þar sem hún er að nema lögfræði. Ég byrja á því að fá mér te og svo hoppa ég í lestina til að hitta upptökuliðið mitt. Ég er í upptökum allan daginn en að þeim loknum fer ég heim og borða yndislegan mat sem Aldís eldar. Stundum kíki ég eitthvað aðeins út en ég fer þó langoftast bara beint að sofa“.
Eins og flestir vita fluttist Védís til Reykjanesbæjar ásamt fjölskyldu sinni þegar faðir hennar, Árni Sigfússon, ákvað að gefa kost á sér til bæjarstjóra. Framhaldið þekkja allir en hver voru fyrstu viðbrögð Védísar þegar hún vissi að foreldrar hennar væru að spá í að flytja til Reykjanesbæjar? „Í hreinskilni sagt var ég ekkert allt of spennt því við vorum búin að koma okkur svo vel fyrir þar sem við vorum. Það breyttist þó um leið og við fluttum því þá sá ég hve ánægður pabbi var og hvað honum þótti þetta skemmtilegt. Við fluttum fallegt hús á góðum stað og þetta hefur bara verið æðislegt. Maður veit í raun aldrei neitt fyrr en maður prófar það“. Védís hafði nú ekki heyrt mikið um bæinn áður en hún flutti hingað en hún á ættingja hér. „Ég hafði heyrt um alla töffarana sem rúnta upp og niður Hafnargötuna á flottu bílunum sínum og þá sem komu til Reykjavíkur til að slást. Álit mitt á bænum var því kannski æðislegt en það sem vóg upp á móti var að þetta er „Bítlabærinn“ þaðan sem Rúnni Júll og félagar eru.
Álit Védísar á Reykjanesbæ var fljótt að breytast en hennar fyrstu kynni af bænum voru yndisleg að hennar sögn. „Pabbi tók bíltúr hingað með fjölskylduna nokkru áður en hann ákvað að fara í framboð og varð ég alveg heilluð af þessu svæði. Þá sá ég hvað þetta var fallegt og miklu meira spennandi en ég hafði gert mér grein fyrir“.
Hvernig finnst þér ykkur hafa verið tekið í nýja bænum?
Okkur hefur verið tekið mjög vel, allt er ljómandi hér í Reykjanesbæ og ég reyni að vera hér eins mikið og ég get. Fólkið hér er afar vinalegt og það er góður andi bænum. Svo ég tali nú ekki um karlmannsgenin sem eru afbragðsgóð.
Verður þú í Reykjanesbæ um jólin?
Nei, ég verð á Florida með stórfjölskyldunni og kærastinn ætlar að kíkja á okkur þannig að það verður bara gaman. Ég hef aldrei verið fjarri heimaslóðum yfir hátiðarnar en ég er spennt að fara.
Hvernig eru jólin haldin á þínu heimili?
Við erum alltaf eiturhress um jólin, hamborgarhryggurinn klikkar aldrei og svo er farið i eins konar pakkaleik þar sem pakkarnir eru dregnir undan jólatrénu. Pabbi les svo alltaf hver á að fá hvað og þær jólaóskir sem kortunum fylgja.
Nú ert þú leikin í revíunni, ertu búin að sjá hana?
Ég hef reyndar ekki séð þá sýningu en hef heyrt góða hluti um hana og hlakka til að fara.
Hvert er stefnan sett í framtíðinni?
Það er í raun allt óráðið ennþá en ég hef mikinn áhuga á því að starfa í tónlistinni og hefur hún fyrst í forgangsröðinni. Ég flyt til London eftir áramót og mun ég verða þar í óákveðin tíma eða þar til ég klára mín mál.
Eitthvað sem þú villt segja að lokum?
Ég óska bara öllum gleðilegra jóla, veriði hress og slakið á um jólin og ekki háma í ykkur of mikið af jólamat.