Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Af stað á Reykjanesið; Sandgerði – Sandgerðisgata – Keflavík
Fimmtudagur 24. ágúst 2006 kl. 10:52

Af stað á Reykjanesið; Sandgerði – Sandgerðisgata – Keflavík

Farin verður gönguferð sunnudaginn 27. ágúst á vegum leiðsögumanna Reykjaness og Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Leiðin er: Sandgerði – Sandgerðisgata – Keflavík, ca. 8 km. Lagt af stað frá Sundlauginni í Sandgerði  kl. 11:00.

 

Gengin verður gamla þjóðleiðin milli Sandgerðis og Grófarinnar við Keflavík. Gamla gatan liðast um Miðnesheiðina og er enn vel greinileg þótt fólk fari nú aðrar leiðir milli þessara sveitarfélaga. Á leiðinni ber ýmislegt fyrir augu, s.s. minjar um fólk sem varð úti á leiðinni, hólar og hæðir tengt álfa- og huldufólkssögum, ýmiss örnefni og fleira sem fyrir augu ber.
Hópnum verður ekið til baka að upphafsstað. Þátttökugjald er kr. 1.000-, en frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Gangan er fjórði hluti af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum á tímabilinu frá 6.ágúst – 3. sept. ´06.
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út göngukort “Af stað á Reykjanesið” og hafa jafnframt verið að stika gömlu  þjóðleiðirnar. Leiðsögumenn Reykjaness sjá um fræðsluna og leiða hópinn. Reynt verður að gera göngurnar bæði skemmtilegar og fræðandi. Ferðirnar miðast við alla fjölskylduna og er áætlað að hver ganga taki  ca. 4 klst. með leiðsögn og nestisstoppi. Þeir þátttakendur, sem hafa fengið kort eftir fyrri ferðir eru minntir á að taka þau með sér til stimplunar. Dregið verður úr þátttökukortum þeirra, sem hafa farið 3 eða fleiri ferðir eftir 5. og síðustu ferðina að viku liðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024